*

miðvikudagur, 12. desember 2018
Innlent 28. október 2017 16:44

„Geturðu haldið þér rólegum, örstutt"

Þegar Bjarni fjallaði um 600 þúsund króna skattalækkunarstefnu Sjálfstæðisflokksins þurfti hann að setja ofan í frammíköll Loga.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins átti í snörpum orðaskiptum við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar í sjónvarpssal í gærkvöldi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tókust á í leiðtogaumræðunum á RÚV í gærkvöldi þegar Logi greip frammi fyrir forsætisráðherranum. „Geturðu haldið þér rólegum, örstutt,“ sagði þá Bjarni við Loga í tilefni þess að Logi greip ítrekað fram fyrir honum í umræðum um skattamál og þvertók fyrir að ætla að hækka skatta á laun.

Logi hafði sakað Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn breytast í jafnaðarmenn um að birtast sem jafnaðarmenn fyrir kosningar en felldu svo grímuna aftur eftir kosningar að því er Morgunblaðið greinir frá.

Talaði um skattalækkun sem kostnað

„Ætlar hann að segja upp kennurum, lögregluþjónum, hjúkrunarfræðingum eða veikja almannakerfið,“ sagði Loga og beindi orðum sínum til Bjarna í tilefni loforða Sjálfstæðisflokksins að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til að lækka skatta niður í 35% og þannig leyfa landsmönnum að halda eftir meira af sjálfsafla fé sínu, en Logi talaði um að slíkar aðgerðir kostuðu ríkið 34 milljarða.

„Þegar Samfylkingin kom inn í ríkisstjórn 2009 þá hækkuðu þau skatta á fólk með millitekjur yfir 40%,“ benti Bjarni þá sem leiddi til þess að Logi greip frammi fyrir honum í fyrra skiptið með orðunum „við ætlum ekki að hækka skatta á laun.“

Bjarni hélt þá máli sínum áfram og sagði: „Þegar við tókum þennan skatt og lækkuðum hann niður fyrir 37% þá voru þau á móti,“ og bætti við: „Við ætlum að taka að taka hann í 35% ef okkar stefna nær fram að ganga fyrir þetta fólk...“

Þá greip Logi aftur frammi fyrir honum, en í þetta sinn bað Bjarni Loga að halda sér rólegum eins og áður sagði og benti á að skattalækkunin myndi jafngilda 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. „Þau sjá aldrei tilefni til að lækka skatta,“ sagði Bjarni og vísaði til Loga sem vildi þá meina að þessar skattalækkanir skiluðu sér lítið til lægstu launahópanna.