Samkvæmt rannsókn sem birt var á fimmtudaginn eiga bandarísk fyrirtæki yfir 2.100 milljarða dala, eða um 265.314 milljarða króna. Reuters greinir frá rannsókninni.

Rannsóknin var gerð af tveimur vinstri-sinnuðum góðgerðarsamtökum, The Citizens for Tax Justice og  the U.S. Public Interest Research Group Education Fund.

Samkvæmt rannsókninni eiga um það bil 75% af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum dótturfélög í löndum sem bjóða upp á hagstæðar skattareglur, s.s. Bermuda, Írland og Lúxemborg.

Samtökin telja að vegna þessa komist fyrirtækin undan því að greiða skatt í Bandaríkjunum sem nemur 620 milljörðum dala.