Stjórn Nissan hefur formlega sagt stjórnarformanninum, Carlos Ghosn, upp störfum. Ghosn var handtekinn á mánudag vegna ásakana um að hafa láðst að gefa upp yfir 5 milljarða króna af launum. Financial Times greinir frá .

Greg Kelly, öðrum stjórnarmanni og hægri hönd Ghosn, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra, var einnig sagt upp störfum. Ghosn og Kelly eru nú í gæsluvarðhaldi í Tokyo vegna málsins. Þeir eru þó enn stjórnarmeðlimir, þar sem hluthafafund þarf til að víkja þeim úr stjórn.

Fyrirtækið hyggst skipa sérstaka nefnd utanaðkomandi stjórnenda til að herða reglur um þóknun stjórnenda. Þá verður sett á fót ráðgefandi nefnd sem fær það hlutverk að tilnefna arftaka Ghosn í embætti stjórnarformanns.