*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 27. janúar 2015 07:31

Gildi tekur ekki þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs

Nú er gengið út frá því að tuttugu milljarðar verði í Hagvaxtarsjóði í stað þrjátíu milljarða.

Ritstjórn
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gildi lífeyrissjóður mun ekki taka þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs Íslands sem forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa að undanförnu unnið að því að stofna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Þeir komu og kynntu þetta fyrir okkur og okkur leist ekki á það,“ segir Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis, í samtali við Morgunblaðið. Hún bætir því þó við að sjóðurinn hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort og með hvaða hætti hann muni koma að innviðafjárfestingu á næstunni hér á landi.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarfullt aða stefna að þrjátíu milljarða sjóði í upphafi. Nú verði hins vegar gengið út frá því að sjóðurinn verði tuttugu milljarðar, og síðar verði unnið áfram að því að stækka sjóðinn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim