*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 27. janúar 2015 07:31

Gildi tekur ekki þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs

Nú er gengið út frá því að tuttugu milljarðar verði í Hagvaxtarsjóði í stað þrjátíu milljarða.

Ritstjórn
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gildi lífeyrissjóður mun ekki taka þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs Íslands sem forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa að undanförnu unnið að því að stofna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Þeir komu og kynntu þetta fyrir okkur og okkur leist ekki á það,“ segir Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis, í samtali við Morgunblaðið. Hún bætir því þó við að sjóðurinn hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort og með hvaða hætti hann muni koma að innviðafjárfestingu á næstunni hér á landi.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarfullt aða stefna að þrjátíu milljarða sjóði í upphafi. Nú verði hins vegar gengið út frá því að sjóðurinn verði tuttugu milljarðar, og síðar verði unnið áfram að því að stækka sjóðinn.