Tveir vopnaðir menn tóku gísla í kirkju í héraðinu Normandí í norðurhluta Frakklands. Héldu þeir milli fjórum gíslum í kirkju nærri Saint-Etienne-du-Roubray, þar á meðal presti og tveim nunnum.

Samkvæmt vitnum heyrðust skothvellir en lögreglan segir vopnuðu mennina tvo látna sem og prestinn. Heimildir innan úr lögreglunni herma að presturinn hafi verið skorinn á háls. Jafnframt segja heimildir Le Point tímaritsins franska að gíslatökumennirnir hafi hrópað nafn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið þegar þeir réðust inní kirkjuna meðan á morgunmessu stóð.

Presturinn sem var 92 ára er sagður af nærstöddum hafa verið fjársjóður fyrir samfélagið sem hann bjó í. „Hann hafði hægt um sig og líkaði ekki að draga að sér athyglina,“ sagði Eulalie Garcia sem starfar í nálægu fyrirtæki.

„Á einum tímapunkti fóru árásarmennirnir út úr kirkjunni og var það þá sem þeir voru skotnir af sérsveitinni,“ sagði talsmaður innanríkisráðuneytisins, Pierre-Henry Brandet.