Gísli Halldór Ingimundarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar og gæðamála hjá Sjóvá. Gísli Halldór hefur langa og fjölbreytta reynslu af störfum innan tryggingageirans.

Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá trygginga- og tölfræðigreiningu Sjóvá frá 2015 og hjá endurtryggingafélaginu Munich Re í Þýskalandi frá 2009-2014, síðast sem ráðgjafi á sviði bílatrygginga.

Gísli Halldór er með BS gráðu í stærðfræði og MS gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið MS prófi í aðgerðargreiningu frá Columbia háskóla í New York. Gísli Halldór er giftur Sigurborgu Selmu Karlsdóttir og eiga þau tvö börn.