*

föstudagur, 26. apríl 2019
Fólk 11. september 2009 15:07

Gísli Marteinn er nýr formaður umhverfis- og samgönguráðs

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, er nýr formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við keflinu af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa. „Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur í þennan stól, enda er mesta gerjunin í umhverfis- og samgöngumálum í borgum heimsins þessi misseri,“ segir Gísli Marteinn í tilkynningu.

Gísli Marteinn stjórnaði 34. fundi ráðsins þriðjudaginn 8. september. Aðrar breytingar á skipan fulltrúa í ráðinu voru þær að Áslaug Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörin aðalmaður í stað Ragnars Snæs Ragnarsson og Kristján Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn varamaður í stað Helgu Kristínar Auðunsdóttur.

Ráðið mótar stefnu í umhverfis-, samgöngu- og náttúruverndarmálum Reykjavíkurborgar og hefur jafnframt eftirlit með rekstri Umhverfis- og samgöngusviðs og því að samþykktir og stefnumörkun þess sé fylgt. Undir sviðið heyrir meðal annars Samgönguskrifstofa, skrifstofa Garðyrkjustjóra, Sorphirðu Reykjavíkur og Staðardagskrá 21. Jafnframt tilheyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sviðinu en það heyrir undir Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.

Gísli Marteinn Baldursson er ráðinu kunnur því hann varð formaður eftir kosningar 2006 og aftur 2008. Síðastliðin misseri stundaði hann borgarrannsóknir í Edinborgarháskóla í Skotlandi og mun útskrifast með gráðuna MSc in The City í nóvember segir í tilkynningu.

„Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð,“ segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu. „Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim