*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 25. september 2013 12:25

Gísli Marteinn hættir í stjórnmálum

Gísli Marteinn Baldursson hættir í stjórnmálum og fer að stýra umræðuþætti á RÚV.

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ætlar að hætta í stjórnmálum og hefja störf að nýju í sjónvarpi. Þetta kemur fram á RÚV.is þar sem vísað er í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra þessa efnis. Á vefsíðu Gísla Marteins kemur fram að hann ætlar ekki í prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 

Þáttur Gísla verður umræðuþáttur í sjónvarpi sem verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum og hefur göngu sína eftir nokkrar vikur. 

Gísli Marteinn hefur mikla reynslu af starfi í sjónvarpi en hann stýrði meðal annars Kastljósi og Laugardagskvöldi með Gísla Marteini. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim