*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 25. september 2013 12:25

Gísli Marteinn hættir í stjórnmálum

Gísli Marteinn Baldursson hættir í stjórnmálum og fer að stýra umræðuþætti á RÚV.

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ætlar að hætta í stjórnmálum og hefja störf að nýju í sjónvarpi. Þetta kemur fram á RÚV.is þar sem vísað er í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra þessa efnis. Á vefsíðu Gísla Marteins kemur fram að hann ætlar ekki í prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 

Þáttur Gísla verður umræðuþáttur í sjónvarpi sem verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum og hefur göngu sína eftir nokkrar vikur. 

Gísli Marteinn hefur mikla reynslu af starfi í sjónvarpi en hann stýrði meðal annars Kastljósi og Laugardagskvöldi með Gísla Marteini.