*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 8. mars 2014 17:10

Gísli Marteinn og spilafélagarnir

Gísli Marteinn segir félaga sína í Spilafélaginu Mána hafa gaman af því að setjast niður og spila Trivial Pursuit.

Ritstjórn

Dagblaðið Dagur fjallaði um vináttu sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar og leikarans Rúnars Freys Gíslasonar 26. júní árið 1999. Í umfjölluninni kom fram að þeir hefðu með vinum sínum stofnað Ungmennafélagið Rögnuna og Spilafélagið Mána.

„Við höfum alltaf haft gaman af því að setjast niður með Trivial Pursuit eða eitthvað gott spil,“ sagði Gísli. „Það eru nokkrir viðburðir á ári sem við höldum alltaf upp á. Á jóladagskvöld hittumst við með konunum okkar og spilum þá aldrei skemur en til átta að morgni. Við förum alltaf í þorraferð. Þá förum við með þorramat í sumarbústað og skemmtum okkur,“ sagði Gísli. Fastur liður var svo félagsvist á þrettándanum.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 6. mars 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Gamla myndin