Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá borgarstjórn eftir áramót vegna anna, en hann stundar nú meistaranám í Edinborgarháskóla.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Gísla Marteins.

Hann segir á síðu sinni að í haust, þegar hann komst inn í Edinborgarháskóla, hafi verið ákveðið að hann yrði áfram borgarfulltrúi. Þannig myndi fólk, eftir allt sem á undan var gengið í borgarstjórn, ekki halda að myndast hefði fleygur milli hans og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og borgarstjórnarflokkurinn héldi sínu striki.

Sjá vef Gísli Marteins.