*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Fólk 22. desember 2008 01:09

Gísli Marteinn tekur launalaust leyfi frá borgarstjórn

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá borgarstjórn eftir áramót vegna anna, en hann stundar nú meistaranám í Edinborgarháskóla.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Gísla Marteins.

Hann segir á síðu sinni að í haust, þegar hann komst inn í Edinborgarháskóla, hafi verið ákveðið að hann yrði áfram borgarfulltrúi. Þannig myndi fólk, eftir allt sem á undan var gengið í borgarstjórn, ekki halda að myndast hefði fleygur milli hans og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og borgarstjórnarflokkurinn héldi sínu striki.

Sjá vef Gísli Marteins.