Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður á RÚV og fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur þátt í opnun kaffihúss með vinum sínum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þeir leyfa mér að vera með af því að ég er búinn að suða svo mikið í þeim að fá að opna þetta,“ segir Gísli Marteinn í samtali við DV í dag . Kaffihúsið verður opnað á næstu mánuðum.

Gísli Marteinn segir við blaðið að hann muni einungis eiga 2,5% hlut í kaffihúsinu í gegnum eignarhaldsfélag sem heitir Ferdinand ehf. Aðaleigandi kaffihússins verður eignarhaldsfélag sem tengist Kex Hostel en það er í eigu Péturs Marteinssonar og Kristins Vilbergssonar, æskuvina Gísla.