*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 28. mars 2014 07:59

Gísli Marteinn tekur þátt í að opna kaffihús

Gísli Marteinn segist hafa suðað mikið í vinum sínum og loks fengið að taka þátt í opnun kaffihúss.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður á RÚV og fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur þátt í opnun kaffihúss með vinum sínum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þeir leyfa mér að vera með af því að ég er búinn að suða svo mikið í þeim að fá að opna þetta,“ segir Gísli Marteinn í samtali við DV í dag. Kaffihúsið verður opnað á næstu mánuðum. 

Gísli Marteinn segir við blaðið að hann muni einungis eiga 2,5% hlut í kaffihúsinu í gegnum eignarhaldsfélag sem heitir Ferdinand ehf. Aðaleigandi kaffihússins verður eignarhaldsfélag sem tengist Kex Hostel en það er í eigu Péturs Marteinssonar og Kristins Vilbergssonar, æskuvina Gísla.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim