*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 13. ágúst 2013 08:43

Vill leiða sjálfstæðismenn í borginni

Gísli Marteinn Baldursson ætlar að halda áfram í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er tilbúinn til að leiða lista flokksins í næstu borgarstjórn ef málin sem hann stendur fyrir fá brautargengi. Hann sagði í viðtali á Rás 2 í morgun ætla að halda áfram í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Gísli Marteinn er nú í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var í 1. sæti flokksins í borginni. Júlíus Vífill Ingvarsson tók við stöðu Hönnu Birnu í maí þegar hún varð innanríkisráðherra.