*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 5. nóvember 2015 11:28

Gistinætur á hótelum 27% fleiri

Rúmlega þriðjungsaukning var á gistinóttum á hótelum landsins í september.

Ritstjórn
Hótel Saga.
Haraldur Guðjónsson

Gistinætur á íslenskum hótelum voru 27% fleiri í september 2015 en þær voru á sama tíma fyrir ári. Þetta segir Hagstofa.

Heildartala gistinga var 253 þúsund nætur í septembermánuði. Þar af voru erlendir gestir 89% gistingafólks sem er aukning um 36 prósentustig. Flestar voru næturnar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu, eða 152 þúsund talsins.

Sérstaklega er forvitnilegt að geta þess að inn í þessar tölur eru ekki reiknaðar gistinætur hjá AirBnB, tjaldsvæðum eða svefnbílum eins og Kuku Campers.

Gera má ráð fyrir því að tölfræðin væri einhverju hærri ef þessar þjónustur væru teknar inn í reikninginn, en Hagstofa gefur út stærri samantekt í lok árs þar sem vænta má að þessir liðir verði taldir með.

Stikkorð: Hagstofa Hótel AirBnB
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim