Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Icelandair hótelanna segir að hótel keðjunnar séu mjög vel bókuð yfir áramótin, sem fyrr að því er Túristi segir frá.

Hótelsíðan Booking.com, sem þó gefur ekki fullkomna mynd, sýnir að 97% af öllu gistirými í Reykjavík sé uppbókað á nýársnótt, sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna.

Hlutfallið er í raun svipað og þekkist í öðrum borgum sem laða að sér fjölda ferðamanna í árslok, eins og Sidney, Ríó og Edinborg, og hærra. en í borgum eins og New York, London og París.

Samkvæmt vef Airbnb er svo aðeins 2% af gistirýmum fyrirtækisins í Reykjavík laust yfir áramótin, þar á meðal nokkrir bílar og tjaldvagnar.