Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% í ágúst 2015 frá sama mánuði árið áður, en heildarfjöldi þeirra var nú 336.700. Þetta kemur fram í tölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í morgun.

Erlendir gestir eiga mikinn meirihluta gistinátta eða 92%. Bandaríkjamenn eru fjölmennastir en þeir áttu 66.700 gistinætur, Þjóðverjar áttu 61.450 og Bretar voru með 31.100 gistinótt.

Nýting herbergja á hótelum var best á höfuðborgarsvæðinu eða 85% og lægst á Norðurlandi eða um 77%.