*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 28. apríl 2016 09:36

Gistinóttum fjölgar um 34% í mars

Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 205.500 sem er 30% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru gistinætur á hótelum í mars 295.300, sem er 34% aukning á milli ára.  

Rannsóknin sýnir að gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 37% frá sama tíma í fyrra. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 18%.

Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 205.500 sem er 30% aukning frá sama mánuði í fyrra.  Um 70% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 43.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru Bretar með 86.000, Bandaríkjamenn með 63.900 og Þjóðverjar með 20.300.

Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2015 til mars 2016 voru gistinætur á hótelum 3.043.700 sem er 26% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Nýting á herbegjum á hótelum í mars 2016 var að meðalali 69,2%. Nýting herbergja var hinsvegar best á höfuðborgarsvæðinu í mars eða um 88,6%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim