*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 1. ágúst 2018 09:17

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 4% í júní

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í júní síðastliðnum voru 1.188.600, en þær voru 1.195.000 í sama mánuði árið áður.

Ritstjórn
Hótel Kea á Akureyri
Aðsend mynd

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í júní síðastliðnum voru 1.188.600, en þær voru 1.195.000 í sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 589.200, gistinætur á öðrum tegundum gististaða (svo sem farfuglaheimilum, svefnpokaplássi og tjaldsvæðum) voru 408.600, og 190.800 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Til viðbótar voru gistinætur erlendra ferðamanna utan hefðbundinna gististaða áætlaðar 55.400 í júní. Þar af voru 26.600 í bílum utan tjaldsvæða og 28.800 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 410.800, sem er 4% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 54% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 221.300.

Um 90% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 369.100. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (131.200), síðan Þjóðverjar (43.900) og Bretar (31.300), en gistinætur Íslendinga voru 41.600.

Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.301.000 sem er 3% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim