Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 189.300 en voru 177.800 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 11.400 nætur eða ríflega 6%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fjölgaði í öllum landshlutum en aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 12%. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin tæpum 6%, en gistinætur þar fóru úr 104.900 í 111.100 milli ára. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig um 6% og um 5% þúsund á Suðurlandi, 4% á Austurlandi. Fjölgun gistinátta á hótelum í júlí má bæði rekja til Íslendinga (23%) og útlendinga (4%).

?Gistirými á hótelum í júlímánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 4.076 í 4.444, 9% aukning og fjöldi rúma úr 8.210 í 9.015, 10% aukning. Hótel sem opin voru í júlí síðastliðnum voru 77 en 76 í sama mánuði árið 2006,? segir í tilkynningu Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári voru 342.700 en voru 290.000 fyrir sama tímabil árið 2006. Gistirými á hótelum og gistiheimilum fyrir þetta tímabil ársins jókst milli ára og fjölgaði bæði herbergjum og rúmum um 8%.