*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 3. mars 2015 16:57

Gjaldeyrisforði Danmerkur hefur aldrei verið stærri

Gjaldeyrisforði danska seðlabankans er nú um 14.800 milljarðar íslenskra króna. Krafa á 10 ára ríkisskuldabréf er 0,3%.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Gjaldeyrisforði danska seðlabankans jókst um 172,9 milljarða danskra króna í febrúar og er nú stærri en hann hefur nokkru sinni verið, eða 737,1 milljarður danskra króna, andvirði um 14.800 milljarða íslenskra króna.

Aukningin í febrúar var nær að öllu leyti, eða 98%, vegna inngripa seðlabankans á gjaldeyrismarkaði til að viðhalda stöðugu gengi dönsku krónunnar gagnvart evru. Hins vegar virðist þrýstingurinn á krónuna hafa minnkað, því í yfirlýsingu sagði bankinn að hann hefði ekki þurft að selja krónur seinni hluta mánaðarins.

Seðlabankastjórinn Lars Rohde hefur gripið til nær fordæmislausra aðgerða til að koma í veg fyrir að krónan styrktist um of eftir að evrópski seðlabankinn ákvað að hefja skuldabréfakaup í miklum mæli fyrr á árinu. Hafa vextir verið lækkaðir fjórum sinnum og eru innlánsvextir seðlabankans neikvæðir um 0,75%.

Hætt hefur verið við skuldabréfaútgáfu danska ríkisins til óákveðins tíma og er markmiðið að lækka ávöxtunarkröfuna á dönsk ríkisskuldabréf og gera þau minna aðlaðandi fyrir fjárfesta. Það virðist hafa tekist því krafan á fimm ára skuldabréf er nú neikvæð og krafan á tíu ára bréf er um 0,3%. Engin skuldabréf þróaðs ríkis er með lægri kröfu nú fyrir utan svissnesk skuldabréf.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim