Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, boða til blaðamannafundar í dag. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður upplýst um afnám hafta á fundinum.

Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hann haldinn í Ráðherrabústaðnum.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að höftin verði afnumin í dag fyrir opnun markaða í fyrramálið, en þau hafa verið í gildi frá því í nóvember árið 2008.

Þó hefur verið slakað á þeim í skrefum á undanförnum árum. Nú eru áhyggjur manna ekki lengur að krónan veikist of mikið heldur að hún verði of sterk.