*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 5. september 2012 16:20

Gjaldeyrisútboð hjá Seðlabankanum

Seðlabanki Ísland heldur gjaldeyrisútboð 3. október næstkomandi sem er liður í því að losa um höft á fjármagnsviðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur vegna fjárfestinga til langs tima í íslensku atvinnulífi og einnig gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 330321. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Seðlabankans.

Seðlabankinn kallar einnig eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðin verða þrjú og verða haldin 3.október næstkomandi. Þetta er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum sem er hluti af áætlun bankans.

Viðskiptamagn verður takmarkað með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og endanleg útboðsfjárhæð mun ráðast af þátttöku.

Öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði en uppgjör viðskipta verður tveimur dögum eftir að útboði lýkur.