Landeigendur við Geysi í Haukadal hyggjast hefja gjaldtöku við svæðið á mánudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó sagt að lögbannsbeiðni vegna gjaldtökunnar verði lögð fram. Fjallað er um málið á vef Vísir.is .

Talsmaður Geysisfélagsins segir þar að tilkynnt hafi verið um áformin með góðum fyrirvara og að ríkið hafi vitað af þeim í 18 mánuði. Því sé það seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum að fara fram á lögbann núna. Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu telja gjaldtökuna nauðsynlega þar sem 500 milljóna króna uppbygging sé framundan. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir aftur á móti ágreining fyrir hendi um gjaldtökuheimildina þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda.