Í september árið 2016 voru 60 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotum fyrirtækja á síðustu 12 mánuðum, frá október 2015 til september 2016, hefur fjölgað um 22% í samanburði við 12 mánaðar tímabil þar á undan. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Nýskráningum fyrirtækja á sama tímabili fjölgaði hins vegar um 19% í samanburði við 12 mánuði á undan. Alls voru 2.689 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, samanborið við 2.255 á fyrri 12 mánuðum.

Þetta þýðir að fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota, en einnig að fleiri fyrirtæki urðu til á síðustu 12 mánuðum. Flestar nýskráningar í flutningum og geymslu, þar sem þeim fjölgaði úr 39 í 65 eða um 67% á tímabilinu.

Alls voru 880 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á síðustu tólf mánuðum, borið saman við 722 á fyrra tímabili. Hlutfallslega fjölgaði gjaldþrotum mest í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem þeim fjölgaði úr 45 í 71 frá fyrra tímabili eða um 58%. Einnig var yfir 50% fjölgun gjaldþrota í heild- og smásöluverslun.