Fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum í Þingvallaþjóðgarði sem hefjast átti 1. maí hefur verið frestað til 16. maí. Þetta kemur farm í Fréttablaðinu í dag.

Fyrirtækið Bergrisi setti í gærmorgun upp fyrsta gjaldstaurinn af fimm á svæðinu. Staurar verða settir upp á fleiri stöðum í þjóðgarðinum.

Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir hvern einkabíl fimm hundruð krónur. Fyrir hópferðabíla fyrir fimmtán farþega eða fleiri þrjú þúsund krónur. Fyrir hópferðabíla fyrir fjórtán farþega eða færri eru greiddar 1.500 krónur og fyrir jeppa/hópferðabíla fyrir átta farþega eða færri 750 krónur.