Uppsjávarfloti Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Bæði er það að flotinn hefur verið yngdur upp með öflugum nýjum skipum eða nýlega smíðuðum og líka hitt að skipunum hefur fækkað umtalsvert. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Með minnkandi uppsjávarafla og stærri og öflugri skipum hefur skipunum sem eingöngu stunda uppsjávarveiðar fækkað jafnt og þétt. Samkvæmt samantekt Fiskifrétta voru 43 skip í uppsjávarflotanum fiskveiðiárið 2000/2001 og er þá miðað við skip sem stunduðu loðnuveiðar á þeirri vertíð.

Nú er svo komið að í upphafi árs 2016 verður aðeins 19 uppsjávarskipum haldið til veiða á loðnu ef að líkum lætur. Ef svo vildi til að heimildir í loðnu yrðu auknar eru 4 gömul uppsjávarskip á skipaskrá sem gætu verið tiltæk til veiða.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum .