Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur segir athyglisverða stöðu geta komið upp fyrir lífeyris­ þega sem flytja úr landi. Lífeyrir er á Íslandi skattlagður við töku lífeyris en ekki við inngreiðslu. Þessu er öfugt farið sums staðar erlendis. Ef lífeyrisþegi flytur því raunverulega frá Íslandi til lands þar sem það tíðkast gæti hann komist hjá skattlagningu lífeyristekna með öllu.

„Í fyrstu atrennu myndi Ísland skattleggja en síðan þarftu að óska eftir að fá skattinn endurgreiddan. Þá þyrftirðu að leggja fram upplýsingar frá því landi sem þú er með heimilisfesti að þú sért skattskyldur þar og hafir fullnægt þínum skyldum í því landi. Þá sleppurðu við skattinn. Maður verður bara að finna það land og í sumum tilvikum held ég að maður geti keypt forrit til að hjálpa manni við þetta.“ Slík forrit eru þó ekki í boði fyrir Íslendinga. „Við erum svo aftarlega á merinni og rétt byrjuð að snudda í þessu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .