Mark Zuckerberg stofnandi Facebook og eiginkona hans Priscilla Chan tilkynntu fyrir stuttu að þau ætlaðu að gefa 99% að hlutabréfum sínum í Facebook til góðgerðamála. Athygli vakti að þau ætla ekki að setja bréfin í góðgerðafélag eða sjálfseignarstofnun, eins og t.d. Bill Gates gerði heldur stofnuðu þau hlutafélag með takmarkaðri ábyrgð. Þetta er óvenjulegt skref fyrir slíka gjöf en almennt eru nýttir hinir ýmsu skattaafslættir sem góðagerðafélög njóta utan um slíkar gjafir.

Hlutafélag til góðgerðamála hefur þó ýmsa kosti í för með sér, en sveigjanleiki slíkra félaga er töluvert meiri.

Ekkert hámark á hagsmunagæslu

Í fyrsta lagi þá eru engin takmörk á upphæðum sem félagið má eyða í hagsmunagæslu. Eitt af yfirlýstum markmiðum Chan og Zuckerberg er að taka þátt í pólitískri umræðu. Í Bandaríkjunum eru sett takmörk fyrir því hversu mikið góðgerðastofnanir mega eyða í hagsmunagæslu og hagsmunabaráttu, en með því að stofna hlutafélag eru engin takmörk sett fyrir því hversu mikið megi nýta.

Má skila hagnaði

Í öðru lagi þá má félagið skila hagnaði. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið félagsins er ekki að skila hagnaði þá ætlar félagið að fjárfesta í verkefnum sem eru til góða fyrir samfélagið, s.s. endurnýtanlegum orkugjöfum. Ef að fjárfestingar félagsins myndu skila félaginu hagnaði þá myndi góðgerðastofnun brjóta gegn reglum skattayfirvalda Bandaríkjunum, en hlutafélagi væri það heimilt.

Samstarfsverkefni með viðskiptalífinu

Í þriðja lagi þá eru auðveldara að taka þátt í samstarfsverkefnum með öðrum fyrirtækjum. Í Bandaríkjunum eru góðgerðastofnunum eru settar ýmsar hömlur sem gerir þá ekki að æskilegum samstarfsaðila í viðskiptum. Með því að stofna hlutafélag þá getur félagið unnið nánar með fyrirtækjum til að ýta undir yfirlýst markmið Chan og Zuckerberg.

Aukinn sveigjanleiki

Í síðasta lagi þá þarf félagið ekki að gefa 5% af eignum sjóðsins, eins er skylda er hjá félögum sem eru ekki með hagnaðartilgang. Chan og Zuckerberg geta þau stjórnað betur hversu mikið þau vilja nýta af eignum sjóðsins á hverju ári.