Nautafélagið ehf., rekstrarfélag Hamborgarafabrikkunnar, skilaði 34 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkur aukning frá fyrra ári þegar 24,7 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum.

Félagið greiddi 34 milljónir í arð á árinu 2012 vegna reksturs ársins á undan og samkvæmt skýrslu stjórnar er gert ráð fyrir að greiddur verði arður af hagnaði ársins 2012. Ekki kemur fram hve há arðgreiðslan eigi að vera.

Eignir félagsins námu í lok árs 2012 94,5 milljónum króna og eigið fé 48,4 milljónum. Nautafélagið er í eigu þeirra Sigmars Vilhjálmssonar, Jóhannesar Ásbjörnssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar.