Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 30. apríl 2017 jókst um 14,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 6705 á móti 5876 á árinu 2016 sem er aukning um 829 bíla að því er kemur fram í frétt Bílgreinasambandsins.

Þrátt fyrir samdrátt í nýskráningum fólksbíla upp á tæp 10% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra er góður gangur í sölu nýrra bíla. Það sem veldur samdrætti í apríl er meðal annars fjöldi frídaga.

Tæplega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildarnýskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Flestir kjósa sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla eru sjálfskiptir.