Isavia afhenti í morgun gögn sem tengjast forvali um samkeppni til reksturs verslana og veitingastaða í Leifsstöð. Voru gögnin send á skrifstofu Kaffitárs áður en boðaður fundur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fór fram.

Reyndu að afhenda gögnin í gær

Segir Isavia að þeir hafi reynt að afhenda gögnin í gær, en Kaffitár hafi viljað halda máli sínu fyrir Sýslumanni til streitu, þar sem afhendingar gagnanna yrði krafist.

Tekur Isavia fram að þeir hafi boðið lögmönnum Kaffitárs að setjast yfir gögnin til að finna leið til að verða við tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að veita Kaffitári aðgang „að þeim upplýsingum sem gerir félaginu kleift að gæta að réttarstöðu sinni án þess að sú upplýsingamiðlun gangi svo langt að samkeppni sé raskað.“

Á ábyrgði Kaffitárs ef brjóta samkeppnislög með mótttöku gagna

Því hafi Kaffitár hafnað. Segir Isavia það á ábyrgð Kaffitárs að hafa tekið við gögnunum þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun telji að viðtakan geti falið í sér brot á samkeppnislögum.

Isavia var gert að afhenda Kaffitár gögnin á grundvelli upplýsingalaga samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.