*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 16. desember 2016 14:38

Gögnin ekki frá Íslandsbanka

Rannsókn innri endurskoðunar Íslandsbanka hefur leitt í ljós að gögn um verðbréfaviðskipti íslensku dómaranna hafi ekki komið frá bankanum.

Ritstjórn

Íslandsbanki hefur lokið rannsókn sinni á því hvort gögn um verðbréfaviðskipti dómara, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi komið frá bankanum. Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka, bendir ekkert til þess að umrædd gögn hafi borist fjölmiðlum frá Íslandsbanka eða starfsmönnum hans.

Rannsókn var framkvæmd af innri endurskoðun bankans. Gögnin sem til umfjöllunar hafa verið eru öll gömul og eiga rót að rekja úr starfsemi Glitnis banka hf. fyrir hrun. Gögnin eru háð þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Íslandsbanki lítur á málið alvarlegum augum og hyggst óska eftir lögreglurannsókn á því eftir hvaða leiðum gögnin komust í hendur óviðkomandi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim