Fjárfestingabankinn Goldman Sachs mun nú færa hundruði starfa frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Þetta kemur fram á vef BBC News, en Richard Gnodde, yfirmaður bankans í Evrópu segir það tímabært að bregðast við útgöngu breta úr Evrópusambandinu.

Aðrir bankar í Lundúnum hafa lýst yfir samskonar áætlunum, en ekki hefur komið fram kvaða borg Goldman muni velja. Líklegt þykir að Frankfurt verði fyrir valinu.

Samningaviðræður Breta við Evrópusambandið munu að öllum líkindum taka tvö ár, en samkvæmt skýringum BBC stefnir bankinn á að færa störf til Evrópu á 18 mánuðum.

London mun þó áfram spila stórt hlutverk í alþjóðlegri starfsemi bankans.