Goldman Sachs, sem síðustu 150 árin hefur verið þekktur hingað til fyrir að þjónusta auðmenn, mun nú gera almenningi kleift að stofna bankareikning hjá sér. Ekki þarf meira til en einn Bandaríkjadal til þess að geta stofnað reikning hjá Goldman.

Tilkynnt var um ákvörðun bankans um málið eftir að niðurstöður fyrsta ársfjórðungs voru birtar nýlega. Bankinn var gagnrýndur fyrir að hafa ekki nægilega stöðugan aðgang að fjármagni. Tilbreytingunni er eflaust ætlað að þjóna sem mótvægi við þeirri gagnrýni.

Goldman býður viðskiptavinum sínum upp á 1,05% ávöxtun fjármagns síns á ársgrundvelli og 2% ávöxtun á fimm ára bundin innlán. Þegar þjónustar bankinn um 145 þúsund manns, eftir að hafa tekið við innlánarekstri GE Capital - en innlán þaðan nema um 16 milljörðum Bandaríkjadala eða 2 þúsund milljörðum íslenskra króna.