Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefur keypt skuldabréf ríkisolíufélags Venesúela fyrir 865 milljóna dollara. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal . Bankinn greiðir þó ekki fullt verð fyrir skuldabréfin en fullt virði bréfanna nemur 2,8 milljörðum dollara. Bankinn greiðir því einungis 31 sent fyrir hvern dollara.

Bréfin sem voru gefin út árið 2014 eru á gjalddaga árið 2022. Bankinn kaupir bréfin á 31% lægra verði en önnur skuldabréf frá Venesúela sem eru á sama gjalddaga.

Fjárfesting bankans í Venesúela kemur þrátt pólitíska og efnahagslega kreppu auk mikilla mótmæla þar í landi.