David Tamberrino, greiningaraðili hjá Goldman Sachs, telur gengi hlutabréfa í Tesla vera ofmetið. Hann telur fjárfesta því eiga að selja bréfin sín núna.

Álit Tamberrino hefur haft talsverð áhrif, en gengi bréfanna féll um allt að 5% í dag. Hver hlutur kostar nú um 243 dali, en Tamberinu telur að gengi bréfanna muni lækka niður í 185 til 190 dali á næstunni.

Tamberrino telur samruna SolarCity og Tesla ekki æskilegt skref. Hann telur að Tesla eigi að einbeita sér að bílaframleiðslunni, en fyrirtækið er þó nokkuð á eftir áætlun í framleiðslu.

Auk þess telur greiningaraðilinn að stjórnendur Tesla séu full bjartsýnir í framleiðsluspám, að félagið muni enda með að auka hlutafé í lok árs og að rótgrónir bílaframleiðendur muni koma til með að veita Tesla mikla samkeppni í náinni framtíð.