Mikil aukning hefur orðið í golfiðkun undanfarið og nú eru skráðir iðkendur tæplega 17 þúsund hjá Golfsambandi Íslands. Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur og Garðbæjar, hefur sérhæft sig í golfæfingum til að bæta færni kylfinga en einnig til að koma í veg fyrir meiðsli .

Gautir segist nota tæki eins og K-Vest sem er greiningartæki sem mælir hreyfingar í golfsveiflunni og KINE sem er vöðvagreinir. "Það eru margir vöðvar sem fólk er ekki að nota sem það ætti að nota í golfsveiflunni. Þá notar maður þennan greini til að ná tökum á vöðvum sem gefa krafta til að hleypa boltanum lengra og beinna", segir Gauti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.