*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 21. júlí 2012 11:45

Golf er ekki bara göngutúr

Framkvæmdastjóri GSÍ segir 15% aukningu hafa verið á skráðum iðkendum frá hruni en nú geta kylfingar gert sérhannaðar golfæfingar til að fyrirbyggja meiðsli og ná meiri árangri.

Edda Hermannsdóttir
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og einn eigenda SRG hefur sérhæft sig í golfæfingum.
Haraldur Guðjónsson

Mikil aukning hefur orðið í golfiðkun undanfarið og nú eru skráðir iðkendur tæplega 17 þúsund hjá Golfsambandi Íslands. Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur og Garðbæjar, hefur sérhæft sig í golfæfingum til að bæta færni kylfinga en einnig til að koma í veg fyrir meiðsli .

Gautir segist nota tæki eins og K-Vest sem er greiningartæki sem mælir hreyfingar í golfsveiflunni og KINE sem er vöðvagreinir. "Það eru margir vöðvar sem fólk er ekki að nota sem það ætti að nota í golfsveiflunni. Þá notar maður þennan greini til að ná tökum á vöðvum sem gefa krafta til að hleypa boltanum lengra og beinna", segir Gauti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: golf Gauti Grétarsson