Netrisinn Google rannsakaði laun starfsmanna sinna til þess að tryggja að laun væru kvenna og minnihlutahópa væru á pari við aðra starfsmenn. Niðurstöðurnar sýndu hins vegar að fyrirtækið væri að greiða körlum minna en konum fyrir svipuð störf að því er MSN greinir frá.

Borgaði félagið 10.677 starfsmönnum aukalega 9,7 milljón dala, eða sem samsvarar tæplega 1,2 milljörðum íslenskra króna til þess að laga launahallann. Árið 2017 sagði félagið að það hefði hækkað laun 228 starfsmanna sem það hefði fundið út að væru of lágt launaðir, og eyddi félagið í það 270 þúsund dölum.

Rannsóknin fyrir árið 2018 sýndi nú að einn hópur hugbúnaðarverkfræðinga í lægri launaflokkum hefði fengið minni greiðslur en konur í sambærilegum störfum. segir Lauren Barbato, aðalgreinanda hjá Google í pósti á vefsíðu félagsins.

Í rannsókninni skoðaði félagið hvern starfsmannahóp með að minnsta kosti 30 starfsmenn og innihélt að minnsta kosti 5 mismunandi lýðfræðilega hópa. Náði greiningin til 91% af Google starfsmanna.

Niðurstöðurnar koma í kjölfar þess að þúsundir starfsmanna félagsins út um allan heim gengu út þegar fréttir bárust af því að Andy Rubin, fyrrum stjórnandi Android, móðurfélags Google, hefði fengið 90 milljóna dala greiðslu í kjölfar ásakana í kynferðismálum.

Meðal annarra umkvörtunarefna var að starfsmenn þyrftu að fara með deilumál vegna slíkra mála fyrir sérstakan gerðardóm innan fyrirtækisins.

Umfjöllunin gæti kveikt á ný deilur vegna brottrekstrar verkfræðingsins James Damore, sem var rekinn eftir að hafa deilt minnisblaði um að áhugasvið kynjanna væri mismunandi sem möguleg skýring á kynjahalla í launum og störfum innan fyrirtækisins.