Google gæti þurft að greiða um 400 milljónir dala fyrir árið 2015 til yfirvalda í Indónesíu. Frá þessu er sagt á vef Reuters. Indónesíska ríkisstjórnin stefnir að því að sækja fimm ár í afturvirkum sköttum frá fyrirtækinu.

Þar er haft eftir Muhammad Hanif, háttsettum embættismanni, að um þessar mundir verið að rannsaka starfsemi Google í Indónesíu og talið er að Google hafi einungis greitt um 0,1% af tekjutengdum skatt fyrir síðasta ár.

Talsmenn Google í Indónesíu segist einungis hafa stundað áætlunargerð um skatttekjur sem hafi verið lögleg, en embættismaðurinn telur að Google hafi gert það að því marki að það væri ólöglegt.