*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 11. júlí 2018 12:18

Google líklega sektað um hundruð milljarða

Þess er vænst að samkeppniseftirlit ESB sekti Google um hundruð milljarða króna fyrir að misnota stöðu sína.

Ritstjórn
Margrethe Vestager, forstjóri samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, hefur verið leiðandi í baráttu sambandsins við bandaríska tæknirisa.
epa

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins munu líklega sekta Google um milljarða evra, mörg hundruð milljarða króna, fyrir að misnota útbreiðslu Android-stýrikerfisins, sem Google gefur út fyrir farsíma, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Auk þess muni Google verða gert að breyta viðskiptaháttum sínum í tengslum við Android.

Google er meðal annars sakað um að þvinga farsímaframleiðendur til að setja upp leitarvél og vafrara þess fyrirfram.

Evrópusambandið sektaði Google í fyrra um 2,4 milljarða evra – um 300 milljarða króna á gengi dagsins í dag – fyrir að misnota yfirburði leitarvélar sinnar til að beina fólki að verslunarþjónustu sinni.

Google hefur ekki viljað tjá sig um málið, en áður hefur stórfyrirtækið neitað ásökunum sambandsins. Auglýsingaþjónusta fyrirtækisins í farsímum hefur verið í örum vexti, en verði það Google skikkað til að hætta að ýta undir for-uppsetningu snjallforrita sinna á síma sem keyra Android stýrikerfið, gæti það dregið úr tekjum þess.

Málið er liður í röð aðgerða sem Evrópusambandið hefur ráðist í gegn bandarískum tæknirisum, í viðleitni sinni til að stuðla að samkeppni, eðlilegum skattgreiðslum, og persónuvernd.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim