*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Erlent 11. desember 2012 13:37

Græða á eignum Icelandic Group

Gengi hlutabréfa High Liner Foods hefur hækkað mikið þrátt fyrir verðlækkun á þorski.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Gengi hlutabréfa kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods er tvöfalt hærra nú en þegar fyrirtækið keypti rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum og Kína í nóvember í fyrra. Kaupverði nam 27 milljörðum íslenskra króna, jafnvirði rúmra 230 milljóna dala. Þetta er talsvert meiri gengishækkun en hjá sambærilegu fyrirtæki í Kanada. 

Bent er á það í umfjöllun miðilsins Under Current News, að gengi bréfa High Liner Food hafi verið 14,61 kanadískir dollarar í nóvember í fyrra þegar tilkynnt var um kaupin. Það stendur nú í 29,52 dölum á hlut.

Miðillinn hefur upp úr skýrslu Marko Partners, íslenska ráðgjafafyrirtækisins á sviði sjávarútvegs, að líta megi á hlutabréf High Liner Foods sem vogun á móti verðlækkun á þorski. Í október síðastliðnum hafði verðið lækkað um 30% á milli ára. Á sama tíma hefur sala Hig Liner Foods á íslenskum þorski og matvöru úr þorski hins vegar vaxið um 18,8%.