Kaupsýslumaðurinn Sir Philip Green hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir undarlegar arðgreiðslur sem eiga að hafa komið verslunarkeðjunni BHS í þrot. Þetta kemur fram í skýrslu þingmannanefndar í Bretlandi.

Árið 2000 fjárfesti Green í BHS verslunarkeðjunni, en fyrr á árinu seldi hann félagið á eitt pund til Dominic Chappells. Verslunarkeðjan hefur verið í greiðslustöðvun, og skuldar starfsmönnum 571 milljón punda lífeyrisgreiðslur.

Philip Green á að hafa greitt sér allt að 400 milljónir punda í arð áður en félagið fór í þrot. Breskir stjórnmálamenn hafa farið fram sviptingu riddaratignarinnar.