*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Innlent 7. nóvember 2018 16:00

Græn Kauphöll þrátt fyrir vaxtahækkun

Alls hækkuðu fjórtán félög í Kauphöllinni í dag þrátt fyrir að tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í morgun.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Alls hækkuðu fjórtán félög í Kauphöllinni í dag þrátt fyrir að tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í morgun en peningastefnunefnd Seðlabankans tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50%.

Heildarveltan í Kauphöllinni nam 4,7 milljörðum króna, þar af var mest velta með bréf í Icelandair en hún nam 829 milljónum króna. Verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hækkaði um 3,76%.

Næst mest hækkun var á verði í bréfum í TM en hækkunin nam 3,39% í 107 milljóna króna viðskiptum. 

Aðeins þrjú félög lækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru Origo, Arion banki og HB Grandi. Origo lækkaði mest eða um 1,33% í 10 milljóna króna viðskiptum. Arion banki lækkaði næstmest eða um 1,11% í 219 milljóna króna viðskiptum. 

Hlutabréfavísitalan OMXI8 hækkaði um 1,06% í viðskiptum dagsins.