*

sunnudagur, 16. desember 2018
Innlent 7. desember 2018 16:03

Grænn dagur í kauphöllinni

Origo leiddi hækkanir í viðskiptum dagsins í kauphöllinni og heildarveltan nam 3,6 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Origo hækkaði um 5,11% í 50 milljóna króna viðskiptum í kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Icelandair um 2,65% í 234 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Marel en bréfin lækkuðu um 0,39% í 243 milljóna króna viðskiptum. Sýn lækkaði um 0,23% í 140 milljóna króna viðskiptum. Bréf þessara tveggja félaga voru þau einu sem lækkuðu í viðskiptum dagsins, önnur félög hækkuðu. 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,72% en heildarveltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 3,6 milljörðum króna.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq