Landaður grálúðuafli úr netum nánast tífaldaðist á milli áranna 2014 og 2016. Aflinn var 273 tonn árið 2014, jókst í 986 tonn árið 2015 og varð 2.576 tonn árið 2016. Það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári er aflinn orðinn tæp 1.200 tonn samanborið við 700 tonn á sama tíma í fyrra.

Ástæðan fyrir aflaaukningunni er fyrst og fremst aukin sókn. Lengst af stundaði aðeins einn bátur, Kristrún RE, veiðarnar en nú eru þeir tveir eftir að Erling KE hóf líka þessar veiðar. Jafnframt hefur veiðitími Kristrúnar RE lengst.

Sjá nánar viðtal við Helga Aage Torfason skipstjóra á Kristrúnu RE í nýjustu Fiskifréttum.