Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thorn­ton hagnaðist um 69,7 milljónir króna í fyrra samanborið við 58,5 milljónir árið 2014. Þetta má sjá í samandregnum ársreikningi félagsins.

Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var jákvætt um 194,3 milljónir en var um 184,5 milljónir í byrjun árs. Eignir félagsins námu 310,2 milljónum króna í fyrra samanborið við 283,8 milljónir árið 2014. Stjórn félagsins lagði til að hagnaði ársins yrði ráðstafað til næsta árs.

Í fyrra voru 24 stöðugildi hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur 217 millj­ónum króna, eða 8,9 milljónum á stöðugildi. Árið 2014 voru 22 stöðugildi hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslurnar þá 186,1 milljón eða 8,5 millj­ónum á stöðugildi. Eignarhald fyrirtækisins skipt­ist þannig að Theodór Sigurbergsson á 70% hlut en þeir Davíð Arnar Einarsson og Sturla Jónsson 15% hvor.