Grásleppuvertíðin er komin vel á veg. Nú eru 99 bátar búnir með veiðidagana sína og hafa tekið netin upp, en 89 bátar eru enn að veiðum, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir sem koma út í dag..

Aflinn er mjög svipaður og á sama tíma í fyrra en veiðin hefur skilað um 6.800 tunnum af grásleppuhrognum til þessa. Fram kom hjá Erni að grásleppubátarnir nú væru fimmtungi færri en í fyrra en veiði á dag væri aðeins meiri. Svipaður fjöldi báta var búinn með dagana sína þá eins og nú en munurinn er sá að í fyrra voru 134 bátar eftir á veiðum. Veiðar í innanverðum Breiðafirði mega hefjast 20. maí og í fyrra voru um 50 bátar þar á veiðum. Örn taldi að bátarnir yrðu færri þar í ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.