*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 22. apríl 2015 13:20

Grefur undan íslenskum iðnaði

Formaður samtaka gagnavera segir aðrar leiðir en sæstreng æskilegri til að auka uppbyggingu hér á landi.

Edda Hermannsdóttir
Eyjólfur Kristinn Magnússon, formaður DCI.
Aðsend mynd

Eyjólfur Magnús Kristinsson, formaður DCI sem eru samtök gagnavera, segist skilja umræðuna um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til að fá sem mest fyrir orkuna. Hann telur þó aðrar leiðir æskilegri til að auka uppbyggingu hér á landi.

„Út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum er þetta galið. Það er verið að tala um að fjárfesta fyrir 500 milljarða. Við gætum gert ótrúlega hluti bara fyrir 100 milljarða. Með þessu er verið að grafa undan íslenskum iðnaði sem mun eiga erfitt uppdráttar. Við ættum til dæmis að vinna í því að fá erlenda fjárfesta í gagnaverum og þeim iðnaði sem hér er.“

Nánar er spjallað við Eyjólf í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim