*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 21. ágúst 2017 12:47

Greiða lendingargjöld fyrirfram

Air Berlin mun þurfa að greiða lendingargjöld sín eina viku fram í tímann á Keflavíkurflugvelli.

Ritstjórn
epa

Þýska lágfargjaldaflugfélagið Air Berlin, mun frá og með deginum í dag þurfa að greiða lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli eina viku fram í tímann. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista

Ákvörðunin kemur í kjölfarið á því að þýska flugfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun í síðustu viku eins og Viðskiptablaðið greindi frá. Þýsk stjórnvöld veittu félaginu neyðarlán til næstu þriggja mánaða en mikil óvissa er með áframhaldandi rekstur félagsins. 

Air Berlin hefur að jafnaði flogið tvisvar til þrisvar sinnum í viku yfir sumartímann en auk þess er gert ráð fyrir nokkrum ferðu í hverri viku í vetur. Samkvæmt verðskrá Keflavíkurflugvallar þá kostar um 100 þúsund krónur að lenda miðlungsstórri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli.

Keflavíkurflugvöllur er ekki eini flugvöllurinn sem hefur farið fram á að félagið greiði lendingargjöld sín fyrirfram. Stjórnendur flugvallarins í Genf hafa farið fram á að lendingargjöld verið greidd fyrirfram. Verði það ekki gert mun flugstjórum félagsins verða fylgt í hraðbanka og þeir látnir taka út fyrir lendingargjöldunum sem nem um 55 þúsund krónum í svissnesku borginni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim